18.3.2009 | 11:39
Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Talandi um að vera vinur vina sinna. Það er enginn sem getur tekið til í óreiðunni á þessu landi því óheiðarleikinn á svo marga vini. Mér finnst frábært að Eva Joly er að taka til í óreiðu haugnum. Vonandi finnur hún þá sem eiga að borga, og þá meina ég einhverja aðra en ófædd börn.
![]() |
Eva Joly hreinsar út á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eva þessi hefur bent á nauðsyn þess að eignir séu kyrrsettar og allri hörku beitt og þá bregður svo við að flokkshestarnir sem fyrir nokkrum vikum sögðu að ekki mætti skerða hár á höfði útrásarvíkinganna þegja þunnu hljóði. En í millitíðinni hafa þeir líka fengið smá tíma til að bjarga sér.
Bjarni Harðarson, 18.3.2009 kl. 17:38
Heyr, Heyr, bæði tvö
Ekki gleyma X á L -lista fullveldissinna
Ísleifur Gíslason, 18.3.2009 kl. 23:42
Sæl kæra vinkona
Tími til kominn að gera hreint og til að fá einhvern sem er hlutlaus þá verðum við að fara út fyrir landsteinana.
Laddi söng ég er afi minn.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.3.2009 kl. 01:36
Svo sannarlega bind ég líka miklar vonir við hana Evu Joly.
Guðrún Sæmundsdóttir, 19.3.2009 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.