22.4.2009 | 13:57
Kosningar
Jæja þá er útséð með hvað ég geri á kosninga daginn. Ég ætla að skila auðu. Það hef ég aldrei gert áður, en hvernig sem ég reyni þá er ekkert sem er það trúverðugt að ég sé tilbúin að gefa því atkvæðið mitt. Hvernig sem ég reyni að segja mér að það sé hægt að taka sénsinn og treysta einhverjum af þessu ágæta fólki sem er að ....... , þá næ hvorki ég né það að sannfæra mig. Ég er full af vantrausti og hræðslu því ég og mitt heimili þolum ekki fleiri leiki hjá þessu matadorsfólki. Ég vil ekki vera spilapeð lengur. En ég hef ekkert val. Steinþegiðu og borgaðu.
Einu sinni var alltaf sagt: svona er Ísland í dag en ég spyr hvernig er Ísland í dag??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2009 | 14:31
Gleðilega páska
Þetta er búin að vera yndislegt frí, og stefnir allt í að vera það áfram, ég fer ekki að vinna fyrr en á annan í páskum
Ég er búin að vera að hugsa um hvað er margt skrítið, ég hef oft talað um hvað við Íslendingar sem þjóð erum búin að vera þögul yfir því hvernig ákveðin spilling og siðleysi hefur verið samþykkt hérna á þessu yndislega landi. Og þegar ég segi samþykkt þá meina ég að þögn er sama og samþykki. Það er svo gamalgróin í okkur húsbóndahollustan að yfirvaldið er ósnertanlegt, má allt og getur allt. Við bara kinkum kolli á réttum stöðum og kjósum svo það sem við vorum svikin með síðast. Við erum ágæt
Ég man ekki betur en ákveðin ráðherra í Svíþjóð hafi þurft að segja af sér því hún tók af embættiskortinu fyrir bleyjupakka sem hún borgaði svo þegar hún kom heim. Hér hefði þetta ekki einu sinni þótt fréttnæmt.
En svona er Ísland í dag, og það sem ég get gert er að halda áfram að þykja vænt um land og þjóð og reyna að breyta einhverju næst......
Og nú er ég farin út að njóta þessa fallega lands sem ég á ennþá ......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2009 | 21:02
Drögum okkur í hlé, en erum ekki hætt.
Fullveldissinnar draga
framboð til baka vegna ólýðræðislegra aðstæðna
L listi fullveldissinna mun ekki bjóða fram í komandi Alþingiskosningum. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi sem haldinn var í Hafnarfirði í dag, föstudaginn 3. apríl. Hreyfingin mun áfram starfa sem frjáls framboðs- og sjálfstæðishreyfing.
L-lista fullveldissinna treystir sér ekki til að uppfylla þau skilyrði sem ólýðræðislegar aðstæður skapa nýjum framboðum á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því ákvörðun var tekin um kosningar. Þaulseta Alþingis fram undir kosningar með allri þeirri athygli sem störf þess fá skipta hér miklu.
Annað sem skiptir máli er sá múr sem 5% lágmark setur nýjum framboðum og krafa um 126 frambjóðendur í sex kjördæmum. Þá skapar opinber fjárstuðningur ríkisins til eldri stjórnmálahreyfinga mikinn aðstöðumun framboða. Síðast en ekki síst vegur þungt hvernig fjölmiðlar hafa hundsað óskir okkar um jafnræði í umfjöllun.
Þegar boðað var til framboðs L-listans var því spáð að bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri hreyfingin grænt framboð myndu kúvenda í afstöðu til aðildar Íslands að ESB.
Niðurstöður þessara flokka urðu aftur á móti að halda í fyrri stefnur um andstöðu við aðild. Í því er fólginn mikill varnarsigur eftir stórsókn ESB sinna á nýliðnu ári. Svo virðist sem aðildarsinnum hafi um sinn mistekist að nota sér ótta almennings í fjármálahruninu til að grafa undan fullveldi Íslands. Í bæði Sjálfstæðisflokki og VG var þó gefinn óþarflega mikill slaki gagnvart þeim þjóðhættulegu hugmyndum sem nú ríða yfir að Ísland skuli setjast á kosningavagn Brusselvaldsins.
L-listi fullveldissinna varar við allri tilslökun í þessu máli og hvetur stuðningsmenn sína til að kjósa ekki þau framboð sem hafa beinar aðildarviðræður að ESB á stefnuskrá sinni.
L-listi fullveldissinna þakkar fjölmörgum stuðningsmönnum framboðsins ómælda elju og baráttu og minnir á að barátta smáþjóðar fyrir frelsi sínu og fullveldi er ævarandi.
Þórhallur Heimisson
Kristbjörg Gísladóttir
Már Wolfgang Mixa
Sigurbjörn Svavarsson
Bjarni Harðarson
Guðrún Guðmundsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2009 | 23:36
Börn eru atkvæðalaus
Það er eitt sem stundum er að halda fyrir mér vöku og það eru börn. Og þá er ég að meina börn sem verða bitbein á milli foreldra sinna. Foreldra sem eru fráskilin eða hætt sambúð og eru að nota börnin sem refsivönd.
Ég þekki ágætlega til þessara mála í gegnum vinnuna mína undanfarin ár.
Það er ótrúlegt hvernig fullorðið fólk fyllist svo mikilli grimmd gagnvart fyrrverandi maka eða barnsföður/barnsmóður að það sé tilbúið að fórna líðan barnsins síns fyrir hefndina.
Hver talar máli þessara barna???? Það er ekki auðvelt vegna þess að sá aðilinn sem er með forræðið ræður nánast undantekningarlaust öllu og þá meina ég öllu. Því þó að umgengnisréttur sé hjá hinu foreldrinu þá skiptir það ekki svo miklu ef sá sem er með forræðið ákveður að umgengnisrétturinn verði ekki virtur.
Ekki gott mál. Margt sorglegt sem ég hef orðið vitni að í þessum málum. Rétt þessara barna þarf að skoða betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.3.2009 | 13:23
Afhverju framboð??
Ágætu kjósendur.
Verkefni stjórnmála næstu ára eru ekki eingöngu bundin við það hvernig koma eigi bankamálum þjóðarinnar eða samskiptum hennar við erlend ríki þó vissulega séu þau verkefni brýn.
Brýnustu verkefni næstu ára lúta líka að samhjálp og því að forða þúsundum einstaklinga frá þeim vandræðum að missa heimili sín vegna skulda. Við þurfum um leið að tryggja fæðuöryggi, læknishjálp og félagslega aðstoð allra á erfiðum tímum. Þörfin fyrir mannlega umhyggju inn í kalda sali stjórnsýslunnar hefur aldrei verið meiri.
Það er vegna þessara verkefna sem ég hef ákveðið að bjóða mig fram til setu á Alþingi Íslendinga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2009 | 12:07
Munum eftir öllum
Þegar árar eins og er búið að gera hjá okkur síðustu mánuði, þá gleymast oft þeir sem lægst heyrist í. En mjög oft er það fólk sem er ekki að láta skoðanir sínar og líðan í ljós í fjölmiðlum eða netheimum. Heldur er það á fullu að berjast við að standa við sínar skuldbindingar, greiða lánin "sín" og halda utan um fjöldskylduna sem best það getur miðað við allt og allt.
Þetta er mjög stór hluti þjóðarinnar, þetta erum við.... fólkið í landinu
Nú reynir á að við sýnum samstöðu og treystum nýju fólki fyrir okkur og landinu okkar.
X-L HUGSUM STÓRT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2009 | 11:39
Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Talandi um að vera vinur vina sinna. Það er enginn sem getur tekið til í óreiðunni á þessu landi því óheiðarleikinn á svo marga vini. Mér finnst frábært að Eva Joly er að taka til í óreiðu haugnum. Vonandi finnur hún þá sem eiga að borga, og þá meina ég einhverja aðra en ófædd börn.
Eva Joly hreinsar út á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)