Gleðilega páska

Þetta er búin að vera yndislegt frí, og stefnir allt í að vera það áfram, ég fer ekki að vinna fyrr en á annan í páskum Wink 

Ég er búin að vera að hugsa um hvað er margt skrítið, ég hef oft talað um hvað við Íslendingar sem þjóð erum búin að vera þögul yfir því hvernig ákveðin spilling og siðleysi hefur verið samþykkt hérna á þessu yndislega landi. Og þegar ég segi samþykkt þá meina ég að þögn er sama og samþykki. Það er svo gamalgróin í okkur húsbóndahollustan að yfirvaldið er ósnertanlegt, má allt og getur allt. Við bara kinkum kolli á réttum stöðum og kjósum svo það sem við vorum svikin með síðast. Við erum ágæt Blush

Ég man ekki betur en ákveðin ráðherra í Svíþjóð hafi þurft að segja af sér því hún tók af embættiskortinu fyrir bleyjupakka sem hún borgaði svo þegar hún kom heim. Hér hefði þetta ekki einu sinni þótt fréttnæmt. 

En svona er Ísland í dag, og það sem ég get gert er að halda áfram að þykja vænt um land og þjóð og reyna að breyta einhverju næst......

Og nú er ég farin út að njóta þessa fallega lands sem ég á ennþá ...... Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband