Kosningar

Jæja þá er útséð með hvað ég geri á kosninga daginn. Ég ætla að skila auðu. Það hef ég aldrei gert áður, en hvernig sem ég reyni þá er ekkert sem er það trúverðugt að ég sé tilbúin að gefa því atkvæðið mitt. Hvernig sem ég reyni að segja mér að það sé hægt að taka sénsinn og treysta einhverjum af þessu ágæta fólki sem er að ....... , þá næ hvorki ég né það að sannfæra mig. Ég er full af vantrausti og hræðslu því ég og mitt heimili þolum ekki fleiri leiki hjá þessu matadorsfólki. Ég vil ekki vera spilapeð lengur. En ég hef ekkert val. Steinþegiðu og borgaðu.

Einu sinni var alltaf sagt: svona er Ísland í dag en ég spyr hvernig er Ísland í dag??

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl mín kæra

Ég er sammála þessu. Það er enginn sem ég get treyst af þessu liði.

Endilega drífðu þig í Bænagönguna og biddu fyrir þessu liði.

25

Selfoss

Bæn:

Samgöngur:

Biðja fyrir öllum samgöngum á lofti, láði og legi. Hvort heldur innanlands eða til og frá landinu.Að viska komi inní allar framkvæmdir hvað þetta varðar.Að kostnaður við ferðalög mætti lækka.

Umsjón

Gunnhildur 694 9881 / Aron 694 9498

lengd

4 km - 1 klst

KL:09

Við Hvítasunnukirkjuna Austurvegi 40b

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.4.2009 kl. 14:02

2 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Sæl Kristbjörg.

Ég ætla að fylgja þér í þessu, ég spái því að þetta verði fjórði stærsti flokkurinn. Þá getur maður setið við kosningarsjónvarpið og fagnað þegar tölur "Auða flokksins" birtast.

Þeir sem halda því fram að skila "auðu", sé að nýta ekki kosningaréttinn og þar með að beita ekki áhrifum sínum hafa á röngu að standa. Með því að skila auðu við "þessar" aðstæður nú, er yfirlýsing um að ég treysti ekki núverandi stjórnmálamönnum og þar með kem ég í veg fyrir að þeir geti hampað atkvæði mínu sem sínum "sigri".

Kær kveðja.

Sigurbjörn Svavarsson, 22.4.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er ennþá óákveðinn, en mun líklega gera grein fyrir mínu atkvæði á kosningadag.

Gleðilegt sumar.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.4.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband