Börn eru atkvæðalaus

Það er eitt sem stundum er að halda fyrir mér vöku og það eru börn. Og þá er ég að meina börn sem verða bitbein á milli foreldra sinna. Foreldra sem eru fráskilin eða hætt sambúð og eru að nota börnin sem refsivönd. Angry

Ég þekki ágætlega til þessara mála í gegnum vinnuna mína undanfarin ár.

Það er ótrúlegt hvernig fullorðið fólk fyllist svo mikilli grimmd gagnvart fyrrverandi maka eða barnsföður/barnsmóður að það sé tilbúið að fórna líðan barnsins síns fyrir hefndina.

Hver talar máli þessara barna???? Það er ekki auðvelt vegna þess að sá aðilinn sem er með forræðið ræður nánast undantekningarlaust öllu og þá meina ég öllu. Því þó að umgengnisréttur sé hjá hinu foreldrinu þá skiptir það ekki svo miklu ef sá sem er með forræðið ákveður að umgengnisrétturinn verði ekki virtur.

Ekki gott mál. Margt sorglegt sem ég hef orðið vitni að í þessum málum. Rétt þessara barna þarf að skoða betur. Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Sæl.

Þar sem ég er formaður félags ábyrgra foreldra,, langar mig að segja þér þá gleðifrétt að við hjá félaginu höfum lagt til við dómsmálaráðherra að börnum verði skipaður réttargæslumaður í forsjár og umgengnisdeilumálum ásamt fleiri tillögum sem miða að því að bæta stöðu barna í þessum málum. Það vill nefnilega svo til að aðal atriðið í þessum málum gleymist oft,, þ.e börnin.

Jóhann Kristjánsson, 30.3.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já Kristbjörg þetta er góður púntur.  Einnig er það þannig stundum þegar foreldrar skilja og finna sér nýjan maka, að þá er það nýi makinn sem stendur í veginum fyrir því að  maðurinn/konan eða foreldrið geti haft eða haldið eðlilegu sambandi við barn/börn sitt/sín.  Ótrúleg eigingirni og afbrýðisemi sem lýsir sér í mannvonsku.  Þetta þekki ég af eigin raun og sveið lengi fyrir það vegna barnsins míns sem átti í hlut. 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl vinkona

Gott hjá þér og tími til kominn að tekið sé til í þessum arfagarði. Ömurlegt að börn þurfi að líða fyrir gjörðir foreldra og eins stjúpforeldra. Frábær innlegg frá Jóhanni og Guðbjörgu.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.3.2009 kl. 02:54

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Alveg er það með ólíkindum hvað heimilisofbeldi er undanskilið í þessari svokölluðu umræðu.   Feður, sem hafa beitt börn sín og konur viðbjóðslegu andlegu og líkamlegu ofbeldi árum saman, eru allt í einu orðnir fórnarlömb, "sem fá ekki að hitta börnin eða konurnar"  t.þ.a. geta djöflast á þeim áfram.  Þvílík synd og skömm !

Er ekki nóg komið af þessu rugli ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.4.2009 kl. 02:44

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/entry/844418/#comments

Sæl vinkona

Endilega kíktu á slóðina hér fyrir ofan og sendu slóðina áfram til þíns fólks.

Þið þurfið að berjast fyrir réttlæti svo atkvæðin ykkar verði ekki Sjöllum og Frammörum til góðs. Ekki myndi Bjarna harðar líka það.

Guð veri með þér og þínum.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2009 kl. 11:01

6 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Hildur. Er ekki alveg í lagi með þig eða hvað? setja alla þá feður sem hafa orðið fyrir þeirri reynslu að fá ekki að umgangast börn sín undir þann hatt að vera ofbeldismenn?

Þessi ummæli Hildur eru sennilega þau viðurstyggilegustu sem ég hef lesið lengi. Þú ættir bara að kynna þér þessi mál aðeins og skammast þín fyrir að láta slíkt útúr þér!

Jóhann Kristjánsson, 3.4.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband